Description

Stardalshamrar eru glæsileg klettaþil skotspöl frá höfuðborginni. Gott berg með góðu viðnámi og offramboð af náttúrulegum tryggingum er ástæða þess að klifursamfélagið hefur komið sér saman um banna að með öllu boltun í Stardal.
Hægt er að nálgast ítarlegri leiðavísi um Stardalshamra frá 2007 eftir Sigurð Tómas Þórisson með eftirfarandi tengli, en nær allar upplýsingar hér eru fengnar úr leiðavísi hans með leyfi:
http://www.isalp.is/wp-content/uploads/2016/05/Stardalur.pdf

--------------
(English)
Stardalur is an impressive traditional crag just around the corner from the capital. Good rock and friction, and an abundance of natural protection means that the climbing community has agreed to ban all bolting in Stardalur.
A more detailed topo on Stardalur from 2007 by Sigurður Tómas Þórisson can be found in the following link, but most information here has been retrieved from his topo with permission:
http://www.isalp.is/wp-content/uploads/2016/05/Stardalur.pdf

History

Klifrað hefur verið í Stardal síðan 1978, og er það því með eldri klettaklifursvæðum Íslands. Þetta stærsta dótaklifursvæði landsins var lengi vel vinsælasta klifursvæði landsins, í það minnsta fram að uppbyggingu Hnappavallasvæðisins uppúr 1990, og þó fjöldi leiða fer að nálgast hundrað og flestar augljósustu leiðirnar hafi verið klifraðar, er enn nóg pláss fyrir meira. Fljótlega eftir að vinsældir sportklifurs fóru aðaukast á Íslandi, var samið um að halda múrboltum alfarið frá Stardal. Glæsilegur leiðavísir Björns Vilhjálmssonar og Snævarrs Guðmundssonar leit dagsins ljós 1986, og árið 2007 setti Sigurður Tómas Þórisson saman enn viðameiri leiðavísi. Báða leiðavísa er hægt að nálgast á PDF formi á isalp.is.

--------------
(English)
Stardalur has been a climbing area since 1978, and is therefore one of the older rockclimbing areas in Iceland. This largest tradclimbing area in Iceland was for a long period the most popular climbing area, that is until the establishing of Hnappavellir area in the early 90's. Even though the number of routes is just short of a hundred and most of the obvious lines have already been established, many possibilities still remain for more first ascents in Stardalur. Shortly after sport climbing gained more popularity in Iceland, the climbing community agreed to ban all bolts and in-situ protection in Stardalur. The first topo of Stardalur was published by Björn Vilhjálmsson and Snævarr Guðmundsson in 1986, and in 2007 an even more detailed topo was published by Sigurður Tómas Þórisson. Both topos can be found on PDF on isalp.is.

Routes on Stardalur
103 trad 2 Likes
Premium topo by ÍSALP
Egill Örn Sigurpálsson
from Göteborg, Sweden
Sigurður Ýmir Richter
from Hafnarfjörður, Iceland
Stardalur

The area is access sensitive!

Stardalshamrar eru í um 20 mínútna fjarlægð frá Reykjavík. Ekið er inn eftir Mosfellsdal, þar til komið er að afleggjaranum að bænum Stardal. Þaðan er malarveginum fylgt þar til komið er að brúnni við bæinn, en áður en komið er að bænum er beygt til vinstri á annan malarveg. Hægt er að leggja við veginn, en er fólk vinsamlegast beðið um að leggja ekki á veginum, þar sem töluverð umferð getur verið hér yfir daginn. Við viljum vinsamlegast biðja fólk um að fylgja stikiðum stíg upp að Miðhamri til að vernda svæðið, gangan tekur um 10-20 mínútur. Frá Miðhamri er hægt að fylgja hömrunum til austurs eða vesturs að öðrum geirum svæðisins.

---------------
(English)
It takes roughly 20 minutes to drive to Stardalur from Reykjavík. Follow the road towards Þingvellir, until you come to a road turning left to the farm Stardalur. From there, follow the gravel road until you reach the bridge in front of the old farm, and turn left on the other gravel road just before crossing. Here you can park in spaces along the road, but please don't park on the road, as you need to be aware that the traffic along this road can be surprising during the day. To preserve the area, we ask people to follow the marked path up to the Miðhamrar sector, which takes about 10-20 minutes. From Miðhamar, the cliffs can be followed east or west to reach other sectors of the crag.