No special access issues

Fallastakkanöf er rúmar 40 mín austan Hnappavalla, í Borgarhafnarfjalli yfir Hestgerði. Best er að leggja á stóra bílastæðinu um 1,5km austan Vagnsstaða. Þaðan er um 30-45mín ganga frá bílastæðinu að klettinum, en best er að krækja hægra megin fram hjá mýrinni og upp undir hvilftina að suðurvegg Fallastakkanafar. Þar er brölt upp skriðu að klettinum, en stundum getur verið bleyta ofarlega í hvilftinni. Til að komast niður af fjallinu er best að ganga niður meðfram brúninni sunnan megin þar til komið er að gili sem merkt er með litlum staupasteini. Gilið er bratt efst og getur verið vandasamt að klöngrast niður, en neðar slær af hallanum. Þegar komið er ríflega í sömu hæð og fyrsta spönn Fallastakkanafar er auðvelt að hliðra meðfram góðri syllu norður að klettinum.

Note

If you know about access issues in this area, please send us an email support@27crags.com.